Sveitabrúðkaup rokkar

Hafi ég lesið rétt einhvers staðar um daginn er Sveitabrúðkaup gerð með dogma-stíl, þ.e. nokkrar myndavélar í gangi og leikararnir vita ekki hvaða skot verða notuð, og handritið bara skrifað til hálfs þannig að leikarar lögðu sjálfir til replikkur í stað þess að þær væru allar skrifaðar af handritshöfundi.

Hún var alveg gargandi fyndin. Söguþráðurinn er yfirborðseinfaldur en handritsramminn allur á dýptina, fjölskylduleyndarmál sem koma eins og þrumur úr heiðskíru lofti. Ég trúi alveg á svona fjölskyldur sem missa allt niður um sig þegar einhvers staðar verður brestur. Og ég hló og hló. Og var ekki ein um það, allur salurinn iðaði af gleði.

Stjarnan er Herdís Þorvaldsdóttir. Ef myndavélin gekk bara nógu lengi á henni komu gullkornin í bunum. Svipur ömmunnar yfir fávitahætti yngri kynslóðanna var óborganlegur. Karl Guðmundsson sem líktist Sigfinni í Spaugstofunni en hafði svo miklu meiri orðaforða, Ólafur Darri líka ótýpískur þjónustufulltrúi í fríi með þeirri sem hann vildi að væri kærastan sín. Víkingur Kristjánsson tók miklum breytingum í myndinni. Kristbjörg Kjeld á aldrei vondan dag, Theodór Júlíusson var líka góður ... ahh, ég þyrfti að skrifa alla leikarana upp.

Það var enginn veikur hlekkur í leikaraliðinu, þau voru bara með misstór hlutverk.

Sjálfur myndflöturinn þótt mér fullgrófkornóttur en ég geri ráð fyrir að það sé hluti af pakkanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála öllu, frábær mynd. Ég sá hana um daginn og skrifaði smápistil um hana með viðtölum við Valdísi Óskarsdóttur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.9.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég bjóst samt við öðru plotti þegar þau spurðu girðingastrákana til vegar ...

Berglind Steinsdóttir, 8.9.2008 kl. 07:51

3 identicon

ég kokgleypi við þessu lofi Berglindar og er hætt við að fara ekki á myndina. Nú VERÐ ég að fara.

Ásgerður (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, er ekki óþarfi að tala um mig í 3. persónu? Og farðu sem fyrst svo að ég nenni að tala við þig í eigin persónu, múhhahha.

Berglind Steinsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband