Þriðjudagur, 9. september 2008
Þúsund árum fyrr
Á svona regnblautum og hráslagalegum haustkvöldum er hollt að líta um öxl og rifja upp það sem maður hefur lesið um lífshætti manna árið 1008 eða svo. Þá voru engir jeppar, engir litlir bílar, ekkert sjónvarp, engin Alþingisrás, engar tölvur, ekki rafmagn, engar eldavélar, engar þvottavélar, ekkert sjampó, engar sturtur, ekkert útvarp, ekki bækur, bara munnmæli borin fram af mælsku fólki rorrandi á rúmbríkinni og handavinna til dægrastyttingar.
Húsakynnin voru ekki beysin, fólki hlýtur af hafa verið kalt - alltaf - og haft fátt annað til að hlýja sér við en annað fólk.
Og þrátt fyrir að mæra hjólhestinn sem almenningssamgöngur, enn frekar nú eftir að hafa séð Magnús Bergsson í Út og suður á sunnudagskvöldið, langar mig ekki að hjóla upp í Bæjarháls. Nei, þá fæ ég mér frekar lúxusfar með strætó.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.