Skotar komu, Skotar fara, gaman á milli

Frasinn í fyrirsögninni er í grundvallaratriðum stolinn en sá sem ég stel honum frá man sjálfsagt ekki þessa ágætu gestabókarfærslu þannig að ég eigna mér hann bara, a.m.k. það að muna hann. Og hvað Skotana varðar er vissulega búið að vera mikið stuð í kringum þá. Ég gekk upp og niður Laugaveginn fyrir tilviljun á sama tíma og þeir áttu leið um hann. Eitthvað var fátt um fína drætti og athyglin var ómæld, hehe. Gaman að því. Svo auka þeir hagvöxtinn þannig að megi þeir koma sem oftast. 

Og hverjum er ekki sama um 2-0?

VARÐ að leika papparass


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhhh það var sko 1-2.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Uss, og ég horfði m.a.s. á lokamínútur leiksins ... athyglisgáfan eitthvað skert, *geisp*. Skoraði Eiður?

Berglind Steinsdóttir, 11.9.2008 kl. 08:58

3 identicon

Já var það ekki. Annars horfði ég ekki á leikinn en dáðist þeim mun meira af hraustum skotum sem löbbuðu um bæinn í gær berleggjaðir og í stuttermabolum.

Hvernig er annars sk reglan með skota, eru þeir alltaf skrifaðir með litlum staf ?

Hrafnhidlur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, bara skoskur með litlum.

Berglind Steinsdóttir, 11.9.2008 kl. 12:36

5 identicon

Þetta var brandari  

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Heyrðirðu mig ekki hlæja?

Berglind Steinsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband