Vikulokin vekja ævinlega til umhugsunar

Rétt í þessu var Þorbjörg Helga að tala um öll menntalögin sem voru samþykkt í fyrra. Þar var m.a. samþykkt að kennarar á öllum skólastigum þyrftu að vera með meistarapróf. Það þýðir tveggja ára meiri menntun. Og það var umræða um það í fyrravetur hvernig ætti að bæta kennurum það í launum. Ég man ekki hver niðurstaðan varð en hvaða heilvita manneskja sættir sig til lengdar við það að axla meiri ábyrgð, tileinka sér meiri þekkingu og auka færni sína - ÁN ÞESS AÐ ÞVÍ SÉ MÆTT Í LAUNUM?

Og af hverju er þá ekki fyrir löngu búið að semja við ljósmæður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Segðu...

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 14:03

2 identicon

Já, þetta gleymdist alveg í umræðunni um aukna menntun kennara (og þar með betri kennara?!). Þorgerður Katrín talaði þá um að laun kennara myndu hækka - en það er engin nýjung. Laun kennara hækka ef þeir ná sér í aukna menntun (ólíkt ljósmæðrum) en núna verður það krafa að allir séu með þessa menntun en ekkert víst að launin hækki meira en þau gerðu fyrir þessa auknu menntunarkröfu. Enda sé ég ekki að kennarar samþykki þetta svo glatt ... þeir átta sig líklega enn betur á aðstæðum þegar þeir horfa á baráttu ljósmæðra núna.

Ásgerður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Var þetta ekki samþykkt í fyrra? Svei mér, ég held að ég hafi haldið það ... skyldi maður ætla.

Berglind Steinsdóttir, 15.9.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband