Rétt eða rangt svar

Ein lífseig minning úr menntaskóla er þegar enskukennarinn lét okkur lesa sögu þar sem bóndasonur átti sér draum um að flytja úr sveitinni og til London og læra eitthvað sem hugur hans stóð til. Kennarinn spurði hvort sonurinn ætti frekar að fara eða vera um kyrrt í sveitinni og hjálpa foreldrum sínum sem voru hjálpar þurfi. Ég sagði að mér fyndist að strákurinn ætti að fara eins og hann langaði til og bjó mig undir rökræðu um málin.

Kennarinn sagði að svarið væri rangt og vék svo að öðru.

Ótrúlega lífseig minning. Óskaplega sem þetta rifjast upp núna. Skil ekkert hvers vegna ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband