Vísitölubrestur

Ég skil hugtakið uppskerubrest. Þá sé ég fyrir mér engisprettur að naga korn, fyrirvaralaust frost í júlí, látlausar rigningar sem skola radísunum í burtu eða hitabylgju sem bræðir sykurreyrinn svo að passi ekki lengur út í kaffi.

Hins vegar skil ég ekki að verðbréf geti fallið. Peningar eru óáþreifanleg verðmæti.

Þess vegna hef ég engar áhyggjur af sparifénu mínu. Ef sá peningur er til fer hann eitthvað ef hann fellur. Og af hverju ekki til sjálfrar mín?

Ég vel að sofa hin rólegasta. Og ég heyri í fréttunum að forsetinn tekur undir með mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband