Kraká eða ekki, þar er efinn

Við erum nokkur búin að bóka okkur í borgarferð til Póllands. Við erum búin að borga staðfestingargjald upp á kr. 10.000 á mann. Það gerðist í maí. Eftir það bætti ferðaskrifstofan á okkur eldsneytishækkun og gengishækkun. Við mótmæltum og rökræddum. Við fengum lækkun upp á kr. 2.300 á mann. Rökin voru að hluta til samþykkt en Neytendastofa getur ekki gert meira fyrir okkur. Það eru grá svæði, vafaatriði og túlkunaratriði.

Nú auglýsir þessi ferðaskrifstofa áfram ferðir til Krakár á einhverju frá-verði, þ.e. þá lágmarksverði. Þegar tiltekinn áfangastaður er valinn kemur upp t.d. að verð á flugi og gistingu sé kr. 44.800 á mann en þegar maður velur áfram verður endanlegt verð 16.656 kr. hærra. Mismunurinn felst í eldsneytishækkun, flugvallarskatti og 9,5% gengisbreytingu.

Nú stendur valið á milli þess að gefa Heimsferðum 10.000 kr. staðfestingargjaldið og fá ekkert fyrir annað en óþægindin eða verðlauna Heimsferðir með því að versla frekar við þær. Hvorugur kosturinn þykir mér góður.

Og mér er pínulítið til efs að það sé samkeppni á þessum ferðamarkaði. Kannast einhver við að einhvern tíma hafi neytandi notið góðs af góðærinu? Hefur einhvern tímann farkaupi fengið sendan heim mismuninn þegar sérlega vel áraði hjá ferðaþjóninum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

neihei! enda verða allir óhemju gráðugir í góðæri! Lítið á ofurlaunin sem tíðkuðust og þóttu sjálfsögð í góðærinu ... = græðgi.

Á (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband