Einelti peinelti

Nú klingir í eyrum mínum aftur og aftur orðið einelti. Þegar ég var í kennaranáminu höfðu margir áhuga á að sérhæfa sig í að ráða niðurlögum eineltis. Ég tek ofan fyrir því fólki vegna þess að það er vandsasamt verk.

Ég kann enga skilgreiningu á einelti. Hins vegar hafa margir skilgreint það, m.a. Dan Olweus. Ég held að flestir noti orðið án þekkingar á hugtakinu, alveg eins og margir segja rok þegar þeim finnst mikill vindur þótt rok sé skilgreint sem tiltekið margir metrar á sekúndu sem er frekar sjaldgæft veður.

Hugtökin einelti og fyrirbærið áfallahjálp eru misnotuð vegna þess að þegar fólk er raunverulega lagt í einelti og þegar fólk verður fyrir virkilegum áföllum er það hjálpar þurfi. Nú heldur ég að fólk sé orðið hást af hrópinu úlfur, úlfur.

-Er það einelti að gagnrýna fólk, jafnvel endurtekið, fyrir illa unnið verk?

-Er það einelti að amast við því að fólk sé viðskotaillt?

-Er það einelti að hafa annan tónlistarsmekk og tala um það?

-Er það einelti að ganga frá smjörinu þegar búið er að nota það?

-Er það einelti að ætlast til að samstarfsmaður/sambýlingur leggi sitt af mörkum þar sem það á við?

Það er varla hægt að tala um svona hluti því að helst þyrfti maður að geta nefnt dæmi. Og þó að svarið við öllum spurningunum sé e.t.v. nei er alltaf hægt að segja að það sé ekki spurning um hver skoðunin eða gagnrýnin sé, heldur hvernig hún er sett fram.

Það er sem sagt varla hægt að fjalla málefnalega um einelti. Og svo geta menn alltaf spurt sig hver einelti hvern.

Mér finnst að menn eigi að vanda sig við notkun þessa orðs því að það er mikilvægt að það sé ekki gjaldfellt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Einelti getur verið mjög margvíslegt.  Það getur verið einelti ef alltaf sé verið að gagnrýna fólk.

Ég þekki mjög slæmt tilfelli af einelti og var það alvarlegasta eineltismál sem komið hefur upp í í grunnskólum á þeim tíma og því miður hefur sú manneskja sem lenti í því ekki náð sér eftir það og spurning hvort að hún nái sér nokkur tíman fullkomlega.

Það er vel hægt að tala málefnalega um einelti og þeir sem telja sig ekki geta það vita ekkert um þær afleiðingar sem einelti getur haft í för með sér.

Þórður Ingi Bjarnason, 20.9.2008 kl. 12:43

2 identicon

Já, það er örugglega hægt að ræða málefnalega um einelti en þó held ég að oft (ekki alltaf) gleymist „saga“ gerandans í umræðunni. Ef hún gleymist er umræðan ekki lengur málefnaleg - held ég. Ég veit líka um hræðilegar afleiðingar fórnarlambs eineltis en ég veit líka um geranda sem er mjög illa farinn.

Mig langar að segja margt fleira um þetta mál en vil það ekki hér - það er auðvelt að mistúlka í eldfimri umræðu sem þessari.

Ásgerður (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband