Erfitt heimilisverk

Úff, að bursta rétt! Auðvitað er vandasamt að elda ætan mat, þvo þvott þannig að ekki fari mikil orka til spillis, ryksuga alla maurana í eitt skipti fyrir öll, jafnvel strauja - en tannburstun, ma'r, er verulegt erfiðisverk.

Mikið vildi ég að hún væri sjálfvirk.

Sjálf hef ég t.d. fengið aðfinnslur fyrir að bursta of mikið - í eina tíð - og í annan tíma of lítið. Það er vegna þess að það er svo erfitt að bursta RÉTT. Eða kannast menn ekki við tannstein?

Úff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni var ég að dandalaðist ég með tannlæknanema. Hann kenndi mér að bursta tennurnar ... þú mátt koma í kennslustund til mín. Það verður samt það eina sem ég kenni þér af því sem hann kenndi mér, ég lofa því.

Á (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta snýst ábyggilega um munnskolið, ekki satt? Ég held að ég þurfi frekar að birgja mig upp af tannþræði.

Berglind Steinsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband