Mánudagur, 22. september 2008
Erfitt heimilisverk
Úff, að bursta rétt! Auðvitað er vandasamt að elda ætan mat, þvo þvott þannig að ekki fari mikil orka til spillis, ryksuga alla maurana í eitt skipti fyrir öll, jafnvel strauja - en tannburstun, ma'r, er verulegt erfiðisverk.
Mikið vildi ég að hún væri sjálfvirk.
Sjálf hef ég t.d. fengið aðfinnslur fyrir að bursta of mikið - í eina tíð - og í annan tíma of lítið. Það er vegna þess að það er svo erfitt að bursta RÉTT. Eða kannast menn ekki við tannstein?
Úff.
Athugasemdir
Einu sinni var ég að dandalaðist ég með tannlæknanema. Hann kenndi mér að bursta tennurnar ... þú mátt koma í kennslustund til mín. Það verður samt það eina sem ég kenni þér af því sem hann kenndi mér, ég lofa því.
Á (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:50
Þetta snýst ábyggilega um munnskolið, ekki satt? Ég held að ég þurfi frekar að birgja mig upp af tannþræði.
Berglind Steinsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.