Íslenskt mál í viðskiptalífinu

Ég fór á morgunverðarfund í stjórnendabaun Háskólans í Reykjavík. Hann var bæði gagnlegur og skemmtilegur.

 Mér finnst stjórnendabaunin krúttleg

Flestum fannst ástæða til að hampa móðurmálinu, sumum fannst sjálfsagt samt að enskan væri hvort eð er komin bakdyramegin inn. Hvað á að gera þegar einn útlendingur er á fundinum? Hvað á að gera þegar einn útlendingur er á kaffistofunni? Hvað ef hann er kominn til að vera? Hvað ef hann kemur einu sinni í mánuði?

Það vantar orðabækur. Það vantar orðalista. Það vantar íslenskukennslu handa útlendingum sem vilja semja sig að okkar siðum. Enginn andmælti þessu.

Ég myndi kalla fundinn peppfund nema ég er ekki í stuði til að sletta núna.

Ásgerður brá á leik fyrir fundinn:

Pull? Draga? Toga til sín? Vafi?!

Að öðrum algjörlega ólöstuðum fannst mér þessi myndrænastur:

Erumka leitt þótt ljótr séi ...

Við neitum að láta deigan síga ... enn um stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáhá! það var svooooo gaman og gagnlegt. Ég vildi óska að yfirmenn í mínu fyrirtæki hefðu séð sér fært að mæta...

Ásgerður (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eins og mínir yfirmenn ...?

Berglind Steinsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband