Lélegt hjá RIFF

Við ætluðum að sjá dönsku myndina Til döden os skiller á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. Á tveimur stöðum í bæklingnum var hún auglýst kl. 22 en í Fréttablaðinu kl. 22:30 sem virðist vera þessi venjulegi sýningartími. Við ályktuðum að Fréttablaðinu hefði orðið á og vorum mætt upp úr hálftíu. Nei, þá var búið að breyta tímanum þrátt fyrir auglýsinguna og þar að auki var uppselt. Þegar maður er búinn að ákveða að fara í bíó heldur maður sig stundum við það þrátt fyrir óvæntar uppákomur.

Við ákváðum að sjá búlgörsku ný-rökkurmyndina Zift. Ég get alveg haft gaman af svona svörtum húmor en myndin var svart-hvít og textinn úr hvítum stöfum sem oft féllu saman við myndgrunninn. Við sem sagt skildum ekki heilu og hálfu senurnar.

Slappt hjá RIFF. Og þar að auki erum við óhress með að upplýsingabæklingnum hafi ekki verið dreift fyrr en á byrjunardegi hátíðarinnar. Þegar svona mikið er lagt undir á svona lítið að vera í lagi.

Ég áskil mér þó rétt til að bíta í súra eplið og fara aftur á morgun á argentínsku myndina Ljónagryfjuna ef því er að skipta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Midi.is er víst alveg málið ef maður ætlar að fá miða á bíómynd og vera pottþéttur á því.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eða mæta löngu fyrir tímann skildist mér á stúlkunni í gær. Mig minnir að hún megi selja miða á sýningar daginn eftir.

Berglind Steinsdóttir, 30.9.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband