Föstudagur, 3. október 2008
Ef Ísland er í vanda veit ég hver lausnin er
Sjómenn um öll mið segja að sjórinn sé vaðandi í þorski. Ef við þurfum að auka gjaldeyrinn - sem ég held að geti vel verið rétt - eigum við að veiða úr þessari spriklandi auðlind, selja þorskinn og auka gjaldeyrisforðann þannig.
Þetta er einfalt mál.
Annars kýs ég að trúa því að viðmót okkar til vandans hafi áhrif á hann. Ef við trúum því að allt sé að fara til fjandans fer allt til fjandans - og við verðum þar fremst að banka á hjá kölska.
Okkar er valið.
Athugasemdir
Lánaði ég þér ekki Ævisögu þorksins ... lastu hana kannski ekki?
Á (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 08:53
Ég á hana en er því miður ekki byrjuð á henni. Heldurðu að ég skipti þá um skoðun?
Berglind Steinsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.