Ævintýri í Grafarvogi

Ég tók óbeinni áskorun dr. Gunna eftir að hafa heyrt hann lesa upp í Silfri Egils þau fyrirtæki sem sniðgengju okur og ákvað að kaupa símann minn í Símabæ. Hann er skemmtilega staðsettur í Hverafold þannig að kaupin kölluðu á útsýnisferð með strætó sem varð síðan hin forvitnilegasta göngu- og strætóferð um innviði Grafarvogs þar sem mér tókst að hneyksla Grafarvogsbúa með að hafa ekki hugmynd um hvar Spöngin væri. Það er annað vers og verður ekki farið nánar út í hér.

Undanfarið hef ég leitað grimmt að íbúð til kaups í miðborginni en svei mér ef ég fer ekki bara að skoða auglýsingar úr 112 Reykjavík. Rimahverfið var a.m.k. mjög heillandi.

Ég fann Spöngina og hélt að ég væri hólpin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Já, það er slæmt að vita ekki hvar Spöngin er. Ef þú ætlar að flytja hingað þá þarftu að geta talið upp öll fyrirtæki og stofnanir í Spönginni, alla þá sem eru jarðaðir í kirkjugarðinum og vita hvað séra Vigfús hefur starfað hér lengi.

ÞJÓÐARSÁLIN, 4.10.2008 kl. 18:01

2 identicon

Nettó var að opna flotta búð í Hverafold í Grafarvogi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég kann vel að meta ögranir þannig að ég sé að Grafarvogur er jafnvel enn meira heillandi en ég hugði. Og ég prufukeyrði Nettó-búðina nýju, ekki svikin af henni ...

Berglind Steinsdóttir, 4.10.2008 kl. 18:29

4 identicon

Ertu nokkuð orðin lasin ?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, ég fékk snert af sólsting í gær. Minni hins vegar á að ég bjó einu sinni þrjár vikur á Dalvík, kenndi heilan vetur á Sauðárkróki og var næstum búin að ráða mig í kennslu til Vestmannaeyja - þannig að ég hef sannað að ég er ekki fullkomlega frábitin sveitinni.

Meintirðu kannski eitthvað annað, Habbý? 

Berglind Steinsdóttir, 5.10.2008 kl. 10:22

6 identicon

Skemmtilegt að tala um að hafa "búið" á Dalvík í þrjár vikur... varstu ekki bara í langri heimsókn.

En nei, ég held að þú farir seint í Grafarvoginn.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:52

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En það er samt satt að ég bjó á Dalvík. Ég ætlaði að búa þar lengur en sprakk á limminu og flúði saltfiskinn svona fljótt. Þetta var líka í mars, sko.

Berglind Steinsdóttir, 5.10.2008 kl. 21:18

8 identicon

Hjálpi mér...! Ég spyr ekki hvort þú sért lasin heldur hvort þú sért HREINT OG BEINT GALIN?! Þú gerir sjálfri þér það ekki að flytja í Grafarvoginn.

Ásgerður (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:01

9 identicon

Maður fer bara í Grafarvoginn til þess að láta grafa sig!

Tóti (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:30

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég hef delerað undanfarið. HVAÐ VERÐUR UM SPARIFÉÐ MITT? Er ekki best að eyða því í utanlandsferðir, myndavélar, tungusófa og heimasíma? Og hringja botnlaust? Í Grafarvoginum?

Eða á ég að taka mark á því sem Björgvin G. Sigurðsson segir?

Berglind Steinsdóttir, 6.10.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband