Mánudagur, 6. október 2008
Kosið verður í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga
Ég er með óráði eftir tíðindi dagsins á peningamarkaði, svitna og streða við að halda ró minni. Úps, dropi á lyklaborðið. Og þá finnst mér eðlilegt að rifja upp að kosið verður í öryggisráðið 17. október. Ég skil ekki að sú staðreynd skuli hvergi skjóta upp kollinum. Kosningabaráttan hefur staðið yfir árum saman, sumir á móti hugmyndinni, aðrir með, en nú sér fyrir endann á henni og enginn virðist muna eða vita.
Við keppum við Austurríki og Tyrkland. Hvernig fer?
Hvernig fer?
Allt til að dreifa athyglinni frá bankamálastöðu dagsins.
Ef við komumst inn tökum við sæti 1. janúar 2009 og forsæti strax í febrúar. Hefur enginn áhuga á þessu? Eru menn bara svona innilega sannfærðir um að loforð um 140 atkvæði telji ekki neitt?
Deleríum.
Athugasemdir
Ég vona sannarlega að við komumst ekki inn í öryggisráðið. Við eigum hins vegar eftir að svitna enn meira yfir fjármálaástandinu áður en yfir lýkur.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:25
Góður vinur minn sem lóðsaði mig um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna lét það hljóma mjög sannfærandi að framboð okkar í öryggisráðið væri frábær hugmynd. Það hljómaði mjög vel eins og hann sagði það þann daginn...
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:06
Með áherslu á eins og HANN SAGÐI ÞAÐ og ÞANN DAGINN...
Ásgerður (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.