Spennumynd sem segir sex ... milljarða

Það virðist næstum dónaskapur að hugsa eða tala um annað en það sem á okkur dynur í efnahagslífinu. Engu að síður var mér fyrirvaralaust boðið á Reykjavík-Rotterdam, spennandi spennumynd eftir Arnald Indriðason og Óskar Jónasson.

Og hún var alveg þriggja fréttatíma virði.

Spennan var algjör, leikurinn afbragð, plottið stórgott - kannski er bara orðið svona auðvelt að gera mér til hæfis, hehe. Og hæst hló ég þegar Baltasar Kormákur fór í bankann og skipti krónum í evrur.

Ef ég ætti að benda á einn veikan hlekk væri það hlutverk Ingvars E. Sigurðssonar, ásetningur hans var fullaugljós fullfljótt. Lilju Nótt hef ég áður séð hjá Hugleik og ekki verið svikin, hún er líka í leiklistarskólanum. Jörundur var fullkominn hálfviti að sjá enda myndi ég ekki treysta karakter hans fyrir hnefafylli af rusli. Theódór Júlíusson var algjör gullmoli og undrunarsvipurinn á andlitinu þegar hann mætti rustunum á nærbuxunum líður mér seint úr minni.

Mynd í kreppu um kreppu fyrir kreppu ofan í kreppu. Mæli með henni.

Reykjavík Rotterdam trailer og plakat


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að það væri svo dýrt í bíó núna. Hvernig er stemmningin annars?

Gummi frændi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 03:52

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Gummi, þú ert að grínast! Ég gæti sett á ólærðan fyrirlestur um andrúmsloftið en læt duga að segja að ég held að bíómiðinn hafi hækkað, a.m.k. kostaði 1.300 núna en 900 á kvikmyndahátíð í síðustu viku. Æ, nei annars, íslenskar myndir hafa alltaf verið dýrari ... íslenskt, takk.

Annars gott að sjá að þú sért sjálfur vaknaður upp eftir 359 daga þráláta leit að fimmmenningum, kapppusi og spjallleiðindum.

Berglind Steinsdóttir, 8.10.2008 kl. 08:08

3 identicon

Já, ég heyrði í vinkonu minni í gær og hún mælti líka með þessari mynd - var fullkomlega sammála þér í einu og öllu .... nema hún minntist ekki á hlutverk Ingvars en annars dómur ykkar var samhljóma.

Ásgerður (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband