AF HVERJU Á ÉG AÐ GJALDA FYRIR ÚTRÁS ÞOTULIÐSINS?

Engum, ekki einu sinni viðskiptaráðherra, tekst nú að telja mér trú um að fasteignarsjóðurinn minn standi óbrenglaður. Og við erum mörg í þeim sporum að tapa. Við erum mörg sem höfum ekkert til þess unnið. Og við viljum ekki lengur sjá til.

-Lækka stýrivexti.

-Frysta eignir höfðingjanna.

-Hætta að ögra vinum og óvinum með gáleysislegu hjali.

-Hætta að hlaða undir fólk sem kveður hálfkveðnar vísur og flissar að sjálfu sér.

Þetta er ekkert grín og algjör óþarfi að hafa heill og hamingju fólks í flimtingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það þarf að lækka stýrivexti strax

Svo hafa bankastjórar alltaf sagt að þeir séu á ofurlaunum þar sem þeirra ábyrgð sé mikill.  Er ekki komið tími til að reina á þessa ábyrgð á láta þá borga til baka allar þá milljarða sem þeir hafa tekið úr bankanum þar sem þeir voru að fá borgað fyrir áhættu. 

Þórður Ingi Bjarnason, 9.10.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir þetta - nema ég átta mig ekki á hvern þú ert að tala um með hálfkveðnu vísurnar og flissið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

„Aldrei hef ég svarað þessum mönnum ...“. Jæja, kannski var þetta fullkveðin vísa, en hann lætur alltaf eins og hann sé saklaus himnasending sem engum vilji illt.

Berglind Steinsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Aha, nú skil ég!

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband