Ekkert lát á auglýsingum

Þetta eru skrýtnir tímar. Allir í kringum mig þekkja einhvern sem fær skell í fjármálafárinu. Menn reyna að anda með nefinu, hugsa að hafi þessi verðmæti yfirleitt verið til lendi þau einhvers staðar. Kannski voru þessi verðmæti bara loftbólur, kannski þurfum við að byrja aftur á botninum og fikra okkur upp.

Kannski kemur ýmislegt gott út úr þessu.

En nú sit ég og bíð eftir Kastljósinu á RÚV+ og biðin er löng því að auglýsingarnar eru endalausar. Einhvern veginn hefði ég kannski giskað á að það drægi úr þeim, a.m.k. bankaauglýsingum, en óekkí. Þar sér kreppunnar ekki stað.

Og bráðum færi ég nokkrar launa-evrur inn í landið. Er ég ekki bjargvættur ...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband