,,Þetta eru bara peningar"

Dr. Gunni er mikill húmoristi og mér finnst mikið til hans koma. Í morgun var hann í útvarpinu að tala um kreppuna og hvatti fólk til að taka eftir að Esjan væri á sínum stað, himinninn líka, engin slagsmál um mat í Kringlunni o.s.frv. Þetta eru bara peningar sem hafa tapast og munu tapast. Peningar eru svakalega óefnisleg gæði af því að peningar eru bara ávísun, hitamælir minnir mig að Steingrímur J. sagt um krónuna um daginn, gjaldmiðill. Og ég er alveg hjartanlega sammála. Svoleiðis.

Ég hef hins vegar hugsað oft í þessari viku þegar ég heyri afkáralegar auglýsingar um fjármálaráðgjöf, bestu ávöxtunarmöguleikana, snyrtinámskeið og allt hitt sem ég get hvort eð er aldrei munað hvað þetta eru hégómleg gæði. Þessar auglýsingar borga samt fyrir rekstur margra fjölmiðla. Og ég viðurkenni skýlaust að útvarpshlustun er mér mikilvæg. Ég vil talmál og mikið af því. Ég fer bráðum að vilja hlusta á Gufuna en ennþá er það Rás 2, Útvarp Saga, Bylgjan og stundum Rás 1, vissir þættir á öllum rásum. Hvernig á að endurnýja búnað og borga þáttagerðarmönnum laun ef ekkert fé kemur inn á miðlana?

Sjálfri er mér alveg sama þótt dagblöðum fækki um helming - nei, ekki satt, ég fagna því, en blaðamenn á 24stundum sem mér þykja hafa staðið sig vel þurfa nú að finna sér nýjan vettvang til að njóta sín á. Þeirra gæði voru fólgin í því að vera í skemmtilegri vinnu sem þeim fannst skipta máli.

Ég vorkenni engum að geta ekki endurnýjað bílinn, flatskjáinn, fartölvuna og gsm-símann á hverju ári. Ég vorkenni engum að þurfa að fljúga með farþegaflugi. Ég vorkenni engum að borða hafragraut. Ég held að margir komi til með að kunna betur að meta hið smáa þegar við réttum aðeins úr kútnum. En efnahagur ýmissa íbúðakaupenda var orðinn þannig áður en bankarnir voru ríkisvæddir að var farinn að ganga nærri heilsu fólks. Og hún er dýrmæt.

Mér finnst of mikil einföldun að tala um bara peninga andspænis öðrum gæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, hvað ég er eitthvað sammála þér. En það er nú ekkert nýtt. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nema með eitt - ég hlusta nær eingöngu á Rás 1. Get gefið þér góð ráð með fína þætti þegar þú þroskast upp í Rás hinnar hugsandi konu... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, ég hlusta alltaf á Vikulokin, Orð skulu standa, stundum Spegilinn og ég var mjög hrifin af Jóni Ásgeiri og lestri hans á erlendu blöðunum. Það er reyndar upplestur almennt sem ég fíla ekki, ég vil talað mál en ekki lesið mál. En smekkurinn kemur ... Ég er t.d. mjög hrifin af þætti Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar en þegar Sigurður les úr bókum dett ég alveg út.

Berglind Steinsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:55

4 identicon

HA?! ... er til önnur rás en Rás 1?!

Á (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

You are something ... BBC!

Berglind Steinsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband