Endurheimtum kvótann

Rökin fyrir að taka ekki fiskikvótann til baka frá hinum fáu og færa hinum mörgu voru háværust þau að það kostaði svo mikið. Nú þegar skuldirnar af sjávarútveginum eru hvort eð er komnar í eigu ríkisins - er það kannski ekki satt? - er lag að fá kvótann aftur í almenningseigu.

Nú er lag.

Ég vildi að ég væri fyrsta gáfumennið sem fengi þessa hugmynd en ég las þetta t.d. hjá Ragnheiði Davíðs alveg nýlega. Hugmyndin verður bara stanslaust betri. Og veiðum svo meira en við höfum gert hingað til, sjómenn segja að það sé nóg af þorski og það sé hreinlega erfitt að komast framhjá honum þegar veitt er upp í ýsukvótann.

Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, það þarf ekkert að ræða þetta frekar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þá er það á-kveð-ið.

Berglind Steinsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband