Mánudagur, 13. október 2008
Rannsókn á innherjaviðskiptum, takk
Mér er sama hvaðan gott kemur. Það er ekki hægt að jarma lengur um að leita ekki að sökudólgum. Kannski valda sökudólgarnir frekara tjóni ef ekki er komist til botns í því hvernig skúturnar stóru gátu siglt í strand. Orðrómur er um að fólki hafi verið ráðið eindregið að leggja peninga inn í sjóði sem voru vafasamir og núna kannski tómir vegna þess að háttsettir menn hafi þegar áformað að stinga þeim undan. Ef það er satt þarf að sækja peningana og ef það er ósatt þarf að hreinsa þá af áburðinum. Og ekkert let them deny it-kjaftæði, það er eðlilegt að menn tali svona. Ég veit um eina sem fór 1. október, tveimur dögum eftir þjóðnýtingu Glitnis, í Glitni til að taka út úr sjóði 9 og henni var ráðlagt svo afdráttarlaust að gera þetta ekki, þetta væri besta ávöxtunin, að hún þurfti nánast að beita ráðgjafann hörðu til að fá að taka út sparnaðinn sinn.
Þetta er ekki ráðgjöf, a.m.k. ekki nein sem byggjandi er á.
Og sjálf er ég enn í óvissu með peningamarkaðssjóðinn minn þannig að vissulega er ég hlutdræg svo að ég haldi þeirri þekkingu ekki fyrir mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.