Þriðjudagur, 14. október 2008
Fæ ekki evrurnar mínar greiddar!
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Ég átti undir lok mánaðarins von á greiðslu frá Frakklandi vegna verkefnis sem ég skilaði af mér í ágúst. Í dag fékk ég þennan tölvupóst frá fyrirtækinu:
Dear Berglind,Our bank has informed us that bank transfers to your country are very difficult (and not recommended) for the time being.Do you have another bank account in the Euro Zone to which we can send you your invoice payments?We are very sorry for this inconvenience.
Ég sá þetta ekki fyrr en að loknum bankaafgreiðslutíma þannig að ég get ekki hringt í bankann fyrr en á morgun til að spyrja hví hann fúlsi við evrum - og það einum 500! Mér sýnist hann neita að þíða/þýða/þýðast greiðsluna - nema frönsku fyrirtæki sé ráðið frá því greiða inn á íslenska reikninga yfirleitt. Kemst að því á morgun.
Athugasemdir
Það getur verið að þetta sé vegna þess að gömlu bankarnir eru ekki til lengur sbr. að íslensk greiðslukort eru ónothæf erlendis af þeim sökum.
Þú kannar þetta í bankanum þínum á morgun.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:08
Hrikalegt að lenda í þessu, en ég vona að úr rætist!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.10.2008 kl. 21:29
Fyndinn titill! Kurteisin uppmáluð, he he. Ég vissi ekki að þú kynnir pólsku.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.10.2008 kl. 21:30
Nei, Orri, ég vissi það ekki heldur, hmm. Gagnlegt að uppgötva pólskukunnáttuna á foreldrafundi, ræræræ. Reyndar á ég pólska mágkonu þannig að það er eiginlega skömm að því að kunna hana ekki.Varðandi greiðsluna hef ég enga trú á öðru en að úr rætist. Þessi reikningur er einmitt hjá Kaupþingi sem er ekki komið með nýja kennitölu. Ég er bjartsýnin uppmáluð (eins og kurteisin, hehe) og trúi á hið rétta og góða og sanngjarna í ÖLLUM mönnum. (Nú hætti ég áður en ég skrifa mig í svefn.)
Berglind Steinsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:13
Athugasemdakerfið er erfitt við mig, klessir saman efnisgreinum. Finnst ég þurfa að gera grein fyrir þessu ...
Berglind Steinsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:14
Hvað með S24 - geta þeir ekki lagt inn hjá þeim ?
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:16
Kannski, en enginn íslenskur banki er á evrusvæðinu eins og Bénédicte spurði um. Er það nokkuð?
Berglind Steinsdóttir, 15.10.2008 kl. 08:34
Hringdi í báða bankana í dag, fékk engin svör við spurningum mínum þrátt fyrir að konurnar væru hinar geðugustu. Hélt að ég yrði e.t.v. einhverju nær eftir blaðamannafundinn núna kl. fimm. Held það ekki lengur.
Berglind Steinsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.