Eiríkur Bergmann hækkaði á mér risið

Vörn og sókn Eiríks Bergmanns í Guardian gerði mig aftur stolta af því sem við eigum. Hann svarar breskum árásum fullum hálsi með rökum og í mestu vinsemd. Meira svona, takk, til að peppa okkur upp.

Ég heyrði í dag viðtal við íslenska konu sem býr í litlu bresku þorpi og hún vogaði sér ekki að leyfa níu ára gamalli dóttur sinni að vera úti að leika vegna ónota sem hún varð fyrir. Stelpan orðaði það svo að þetta credit crunch hefði eyðilagt líf sitt.

Það er sannarlega ástæða til að Eiríkur skrifi fleiri beittar greinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svona greinar eru því miður dropi í  haf ófrægingarherferðarinnar sem Gordon Clawn hefur hrundið af stað.  Ef við höfum áhuga á að laga PR ið er eina vonin að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna og leyfa henni að naga trúðinn.

Sigurður Þórðarson, 15.10.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Var ekki einmitt breskur stjórnarandstöðuþingmaður að tala gegn aðgerðum Browns? Þetta á eftir að bíta, nú er stund bjartsýninnar (en lýkur kl. 1).

Berglind Steinsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:27

3 identicon

Ég hugsaði einmitt það sama og þú, Berglind, þegar ég sá grein Eiríks. Mjög flott grein. Og dropi er þó dropi...

Ásgerður (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband