Föstudagur, 17. október 2008
Ekki spara - bara eyða
Seðlabankastjóri sagði í einhverju viðtali fyrir löngu síðan (af því að það var fyrir fall bankanna) (kannski tveimur mánuðum) að ef sparnaður fólks yrði tekinn af því yrði tekinn burtu hvatinn til að spara í 30-40 ár. Vegna allrar óvissunnar er ég að reyna að temja mér óhóf og skal að mér heilli og lifandi éta hval í hádeginu í dag. Og pólskt gúmmulaði í öll mál eftir viku eða svo.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.