Halla á Bylgjunni í morgun

Halla Tómasdóttir frá Auði Capital talaði við árrisula þáttarstjórnendur á Bylgjunni í morgun (meðan ég losaði rólega svefninn) um jafnvægi milli kynjanna, sagði mikilvægt að stjórnendur veldu fólk sem vægi þá sjálfa upp - algengasta villan í mannaráðningum væri að velja fólk sem er svipað og það sjálft. Þessi umræða tengdist kvennaráðningum í bankastjórastöður og hún er svo þörf, svo þörf. Ég er einmitt logandi hrædd við tilhugsunina um bara áhættufælna stjórnendur, rétt eins og bara áhættusækna.

Og rifjast þá upp það sem ég heyrði í vikunni og gekk svo langt fram af mér að ég tapaði því um hríð. Almenni lífeyrissjóðurinn er sjóður okkar leiðsögumanna meðal annarra. Hann er geymdur hjá Glitni og hefur ekki reitt vel af þar núna. Og í stjórn sjóðsins míns er Bjarni Ármannsson hinn áferðarfallegi. Að vonum er hætta á tapi hjá okkur.

Og ég frábið mér allar ávirðingar um nornaveiðar, sökudólga eða baksýnisspegla. Þessi maður er einfaldlega meðal þeirra þegna landsins sem tók meira en honum bar og skildi aðra eftir með skuldirnar - og ábyrgðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er svolítið ,,skrítið'' að þessi sjóður hafi ekki atpað peningum. Skyldi það geta tengst því að stjórnendur eru konur ? Mér er nær að halda það.

Þetta getur gefið vísbendingu um það að konum sé betur treystandi fyrir fjármunum, að þær séu ekki eins áhættusæknar og karlarnir og þá sérstaklega þegar kemur að því að spila með peninga annars fólks, eins og virðist hafa verið gert í stórum stíl undanfarin ár.

Annars er ég sammála um að stjórnendur þurfa að hafa ólíkan bakgrunn, því þá er hægt að koma fleiri skoðunum, reynslu og þekkingu í sama pottinn.

Vonandi hverfur ekki lífeyrissjóður LSM, frekar en aðrir fjármunir sem Glitni og hans stjórnendum var treyst fyrir.

Kveðja frá Danmörku

Steinmar Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hefur enginn veist að þér fyrir að vera frá hrokafulla landinu? Ég kýs að trúa að sögurnar séu pínulítið ýktar.

Berglind Steinsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég hef sloppið hingað til, er kannski alltaf svona úldinn á svipinn

Einu vandræðin sem við höfum lent í er að geta ekki millifært frá landinu góða, en visakort virkar, meira að segja í þeirri alræmdu stofnun Danske Bank.

Steinmar Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég þarf að finna Höllu og taka upp. Hún er frábær manneskja sem ég ber mikla virðingu fyrir þótt ég þekki hana bara af afspurn.

Kemurðu á Austurvöll á morgun? Sjá pistil á mínu bloggi.

Es...  Takk fyrir síðast, gaman að hitta þig loksins!

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sömuleiðis. Og ég mæti á morgun, nema hvað.

Já, Halla veit hvað hún syngur (en það var samt frekar fyndið hvað hún virtist vera að þýða sumt yfir á íslensku - því miður man ég ekki dæmin því að ég er svo illa vöknuð fyrir 8 á morgnana).

Berglind Steinsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband