Laugardagur, 18. október 2008
Kostnaður við sundferðir
Mér varð litið inn á síðuna hans dr. Gunna og sá einhvern kvarta undan stöku gjaldi í sund:
#1383 Ég og kærastan fórum í sund um daginn, nánar tiltekið í Vesturbæjarlauginni. Fyrir okkur tvö kostaði það 720 krónur, eða um 360 krónur á mann! Er þetta eðlilegt? Mér finnst þetta allavega vera heldur mikið!
Óskar nafnleyndar
(nb. Tja, hvað er eðlilegt? Keyptu þér bara 10 sinnum kort, það kostar miklu minna)
Mér er svo óskaplega minnisstætt þegar sundgjaldið var hækkað fyrir tæpum tveimur árum með þeim rökum þáverandi borgarstjóra að útlendingum þætti svo hlægilega ódýrt í sund. Svona man maður miklu betur þegar maður hefur skrifað það hjá sér. (Reyndar finnst mér okurábendingin dálítið slöpp, það kostar ekkert um 360 krónur, það bara kostar 360 krónur á mann.)
Sumarið 2010 á ég líka vel eftir að geta rifjað upp hvar ég var kl. 15 laugardaginn 18. október 2008. Máttur orðsins er mikill, hins talaða sem og hins skrifaða.
Athugasemdir
Fór í sund í dag og spurði um leið starfsmann út í það hvenær börn væru orðin nægilega stór til að fara ein í sund og komst að því að frumburðurinn nær þeim áfanga á laugardaginn kemur. Fékk um leið þær upplýsingar að fullorðinn gæti bara tekið með sér tvö börn undir átta ára í sund í hvert sinn - og þá frussaði ég: ég tek nú ekkert mark á því. Svona hef ég farið á svig við reglurnar árum saman.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:53
En baðstu Villa Þ. um leyfi?
Berglind Steinsdóttir, 20.10.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.