Nú hlýtur hann að fara að éta út úr sér

Eitt ljós í myrkrinu er útvarp. Ein spurningin á laugardaginn í þættinum Orð skulu standa var um orðatiltækið að éta út úr sér. Skemmtilegt. Og nú kýs ég að trúa því - höll undir hið nývinsæla [ekki misritun] myndmál - að hann hljóti að fara að éta út úr sér.

Meðfram horfi ég uppgefin á Kompás í opinni dagskrá. Augljós sannindi um andvaraleysi í bland við galgopahátt og fjárglæpsamlegan ásetning bæta ekki líðan mína núna. Þótt ég sé sjálf reyndar ekki í lífshættu er ástandið lífshættulegt fyrir suma.

En hann hlýtur að fara að éta út úr sér ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband