Jón Páll til sölu á Prikinu

Dr. Gunni þyrfti að frétta af Prikinu. Þar fékk ég mér dýrindishvítlaukshamborgara í dag á rúmar þúsund krónur í vönduðum félagsskap. Þjónninn var líka stútfullur af húmor. Eini gallinn er að þegar ég lít inn á heimasíðuna sé ég að verðlistinn er lítillega vitlaus, t.d. er hamborgarinn minn ranglega skráður á 900 krónur, er hins vegar u.þ.b. 15% dýrari. Gott verð samt, gamlar og krúttlega lúnar innréttingar og skemmtilegt útsýni (Ásgeir Friðgeirsson gekk tvisvar fyrir gluggann).

Fyndið að hugsa til þess að ég átti heima í næsta nágrenni við Prikið í ein sjö ár og fór þá aldrei þar inn.

Og Jón Páll er víst bragðsterkur matur á Prikinu, en ekki maður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband