Þriðjudagur, 21. október 2008
spron.is - vonandi er fjármálastarfið ekki jafn óskýrt og textinn á heimasíðunni
Endurhverf viðskipti SPRON við Seðlabanka Íslands
Í ljósi umfjöllunar um beiðni Seðlabanka Íslands um auknar tryggingar frá SPRON vegna endurhverfra viðskipta vill SPRON koma því á framfæri að félagið hefur átt takmörkuð viðskipti með skuldabréf annarra fjármálastofnana og hefur gert ráð fyrir því að aukinna trygginga yrði óskað.
SPRON vill jafnframt koma því á framfæri að öll innlend greiðslumiðlun hefur um árabil farið í gegnum Seðlabanka íslands án milligöngu Sparisjóðabanka Íslands.
En auðvitað ætti ég að tala varlega, þetta er þrátt fyrir allt viðskiptabanki minn og dafnar vonandi á næstu dögum, vikum, mánuðum og árum. Þori ekki að hugsa lengra.
Athugasemdir
Hvað þýðir "endurhverf"?
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:15
Endurhverf viðskipti eru á ensku repurchase agreement, þá ... krosseignatengsl kannski, hahha. Hverfa annars kannski ofan í endurnar, téhé? Maður spyr sig!
Berglind Steinsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.