Frjálst útvarp

Minn munaður er útvarp. Morgunútvörpin eru best, finnst mér, og ég vel oftast Bylgjuna af því að hinar stöðvarnar get ég frekar heyrt í endurflutningi. Og auðvitað sætti ég mig við að ég heyri ekki allt.

Herrarnir þrír í síðdegisútvarpi Bylgjunnar kæta mig líka oft með spaklegum ummælum og skapgæðum. Svo spyrja þeir skynsamlegra spurninga sem hægt er að svara á vefnum. Skyldi ekki svolítið vera að marka þessa svörun?

Annars er ég orðin dálítið uggandi um útvarpið, það gengur almennt fyrir auglýsingum og maður hlýtur að spyrja sig hversu lengi fyrirtæki geti auglýst ef þau eru að leggja upp laupana. Og fái útvarpið ekki tekjur er ekki að spyrja að leikslokum. Getur sjálfstætt og óháð útvarp haldið dampi?

Allt í einu rifjast upp fyrir mér skiptið sem ég fór í fréttaviðtal á Stöð 2 sem formaður Félags leiðsögumanna. Við fengum ekki, og fáum líklega ekki, löggildingu og fréttaefnið var námskrá sem leit út fyrir að myndi höggva að undirstöðu námsins. Ég spurði fréttamanninn sem ég man vel hver var hvort hann stæði ekki með okkur í málinu. Hann brosti bara og sagði miðilinn bara alltaf vera í stjórnarandstöðu.

Þetta kemur málinu náttúrlega ekkert við ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband