Föstudagur, 24. október 2008
Lagalegar forsendur
Eru lagalegar forsendur til að svipta smásparendur og/eða nytsama fasteignakaupendur ævitekjunum?
Eru lagalegar forsendur til að rýra eignir auðmanna um e.t.v. 95%, niður í segjum 50 milljónir?
Eru lagalegar forsendur til að taka launahækkun ljósmæðra til baka jafnskjótt og hún varð að veruleika?
Eru lagalegar forsendur til að skerða grunnskólagöngu barna á aldrinum 6-16 ára?
Eru lagalegar forsendur til að svara út í hött skynsamlegum spurningum fólks sem óttast um framtíð sína?
Um hvað erum við að tala?
Ég skil engisprettufaraldur, hitasóttir, sýkingar, e-bólu, skaðleg flóð, snjóflóð og fárviðri, hæggengar tölvutengingar, jafnvel leti og heimóttarskap - en ég skil ekki hvað varð um þessa peninga ef þeir voru einhvern tímann til.
Og ég þori að hengja mig í hæsta gálga upp á að margur er í mínum sporum.
Athugasemdir
Málin er einmitt þetta: Þessir peningar voru aldrei til!
Ásgerður (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:34
Jú, mínir ...
Berglind Steinsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.