Túnfiskur - ránfiskur

Fyrr má nú rota en dauðrota. Ég man ekki nákvæmlega hvað ORA-túnfiskur kostar í öllum búðum en man eftir honum á vel innan við 100 krónur í ónefnanlegu búðinni. Nú bráðvantaði mig túnfisk í morgun og fór í 10-11. Þar kostaði dósin 269 krónur.

Ég hafði því miður ekki geð í mér til að kaupa eitthvað úr alheimshafinu sem var pakkað í íslenskri pökkunarvél og keypti sama magn í útlenskri dós í á 59 krónur - og blöskraði samt.

Þjóðerniskenndin ristir ekki dýpra enda finnst mér hún ekki afsaka ránverð.

Það undarlega er að fólk verslar þarna, sumt daglega, þótt verð sé tugum og sennilega hundruðum prósenta hærra en í öðrum nærliggjandi búðum. Lengri afgreiðslutími útskýrir auðvitað hærra verð að einhverju leyti, en þarna dró ég mörk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ skvís,.. varð að "kommenta" á túnfiskinn. ég ætlaði nefnilega að kaupa Ora tunfisk um daginn. dósin kostaði 189 kr. í ´Krónunni en f. nokkrum vikum var verðið rúmar 80 kr´.  best að drífa sig í trukkatíma,..  kv.

margrét einars (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og hver á Krónuna? Hvaða auðhring styrkir maður þar? Mér heyrist að maður verði að fara að venja komur sínar í Fjörðinn, Fjarðarkaup fær hæstu einkunn allra sem til þekkja.

Berglind Steinsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband