Reykjavíkurmaraþon ... Nýja-Glitnis 22. ágúst 2009?

Ég hef skokkað mína reglulegu 3, 7 eða 10 kílómetra í hlaupi sem upphaflega var aðeins kennt við Reykjavík. Fyrir nokkrum árum var nafninu breytt í Reykjavíkurmaraþon Glitnis vegna þátttöku Glitnis í kostnaðinum og þáverandi bankastjóri æfði og hljóp stoltur með pöpulnum.

Kannski er ég komin svolítið fram úr mér, en ég er farin að velta fyrir mér hvað hlaupið muni heita næst. Mun Birna skokka stolt með okkur hinum? Koma jafn margir útlendingar og venjulega?

Nei, aðallega er ég að velta fyrir mér hvernig Reykjavíkurmaraþon Nýja-Glitnis muni hljóma og taka sig út á rauðu bolunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband