Þriðjudagur, 28. október 2008
2.000 evrur til að vera leiðsögumaður í Póllandi
Við erum svolítill hópur sem röltum um Kraká á sunnudaginn. Þegar við komum að háskólanum fórum við inn í portið og Egill sagði okkur undan og ofan af honum. Þá dreif að einn Pólverja sem vandaði heldur betur um við hann og sagði að það kostaði 2.000 evrur að verða leiðsögumaður.
Og við sneyptumst út.
Við ályktum að hann hafi vísað í leiðsögunám og löggildingu. Það má ekki hvaða kújón sem er, ekki einu sinni þótt hann sé á ferð með 20 nánustu vinum eða samstarfsmönnum, leiðsegja um borgina.
Hvenær fáum við, íslenskir leiðsögumenn, löggildingu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.