Miðvikudagur, 29. október 2008
Auschwitz
Í tilefni dagsins ...
Í gær hjóluðum við hins vegar um Kraká og létum segja okkur allt. Meðal annars sagði Mike okkur frá leikhúsinu sem var með sína eigin rafstöð, síðan fékk leikhúsið rafmagn og breytti rafstöðinni sinni í nýtt míní-leikhús. Hann leit út fyrir að finnast hugmyndin ómöguleg (og ég hugsað um Smíðaverkstæðið o.fl.) að ég spurði hvað væri að því. Og hann sagði okkur það.
Svo ræddum við kommúnisma, kapítalisma, stúlkuna sem varð kóngur, hundinn sem yfirgaf ekki dánarbeð eigandans, Gorbatsjoff og Reagan, Schindler - og nú hef ég ekki tíma til að muna meira.
Athugasemdir
Afmæli fagnar hún ung og rjóð
ekki er því að leyna.
Þó er í Kraká þetta fljóð
(þú veist hvað ég meina).
Lesist: Þú skuldar okkur veislu!
Aðdáandi nr. 1 (a.m.k.) (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:27
Dagurinn
Hún gengur um strætin og hlustar.
Ég set á mig húfu.
Aðdáandi nr. 2 (a.m.k.) (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.