Złotíj

Kortið virkaði í Krakúff* og nú er reikningurinn kominn. Einn daginn var eitt zlotíj kr. 42,64, svo 43,30, síðar sama dag kr. 41,15, svo 43,31, þá 45,13 og loks 45,29. Allt út á sama kortið, megnið í hraðbönkum en sumt í búðum. Ég hefði sem sagt betur tekið út  1.000 stykki á mánudaginn og til vara á sunnudaginn.

Meðaltalið var 43 en þá vantar kostnaðinn sem kortafyrirtækið rukkar.

Fararstjórinn sagði að zlotíj hefði lagt sig á rétt rúmar 20 í fyrra. Í fyrra hefði ég sem sagt eytt 20.000 kalli í gamanið en núna 40.000. Mikið er ég fegin að hafa látið Pólverjana njóta þessa ...

*Framburðurinn er svona og ég heyrði sögu af æðstastrumpi, Krak, sem vildi eftirláta dóttur sína þeim sem ynni bug á ógurlegum dreka borgarinnar. Þegar pasturslitli bóndinn (nei, ég man ekki hvaða starfa hann hafði, hann var bara ekki riddari) hafði platað drekann til að éta brennistein og sent hann emjandi í ána Wislu þar sem hann tærðist upp var honum færð dóttir Kraks í verðlaunaskyni. Honum þótti hún víst svo ljót að þegar hann var byrjaður að þakka æðstastrumpi fyrir snerist honum hugur og sagði: Krak úff. Krakúff. Sel það ekki dýrt en vil fá greiðsluna í gjaldeyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband