Óuppfylltir draumar

Í síðustu viku sat ég til borðs með slatta af fólki sem ég umgengst ekki að staðaldri. Í stað þess að ræða efnahagsmál sem flestum eru hugleiknust ákvað ég að spyrja við tækifæri spurningar sem hefur brunnið á mér:

-Ef þú skyldir verða fyrir því láni að missa vinnuna hvaða gamla drauma gætirðu þá reynt að uppfylla?

Maður heyrir að þegar einar dyr lokist opnist þrennar aðrar og að tækifæri felist í kreppunni (sem getur vel verið rétt ef þannig spilast úr).

Sjálf hef ég aldrei búið almennilega í útlöndum, ekki keyrt Hafnarfjarðarstrætó, ekki rekið hótel, ekki farið á sjóinn, ekki kennt í leikskóla, ekki verið skólastjóri, ekki kennt í háskóla, ekki stýrt þætti í sjónvarpi (horfi með öfund til Silfursins) og ekki verið handlangari. Auðvitað stæði mér ekki allt til boða, kannski ekki heldur í hagstæðu árferði, en ég á svo margt ógert.

Einhver vildi verða djassisti, ein verða fylgdarkona útlenskrar hefðarkonu í heimsreisu og einn dreymdi um að fara á skektu fyrir norðan. Ein átti sér líka leyndan draum að gerast bóndi.

Ef við ættum það lán fyrir höndum ... þyrfti að vera hægt að uppfylla einhverja drauma.

Það síðasta sem ég vildi gera væri að vinna í blómabúð. Mér finnst m.a.s. leiðinlegt að pakka inn gjöfum. Tilgangslítið. Nóg að setja þær í poka og rétta með velvilja ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Mar Gunnlaugsson

Góður punktur.

Um að gera og hætta að hugsa um það neikvæða í kreppunni. Reyna frekar bara að læra af þessu fyrir framtíðina.

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 3.11.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, og spila vist og hlæja frá sér allt vit. Það reynist nytsömum sakleysingjum hvort eð er ekki svo vel ... (vitið), hehe.

Berglind Steinsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband