Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
80 milljarða lánið frá Norðmönnunum
Einhvern tímann í morgun gat ég ekki munað hvort Norðmenn ætluðu að lána Íslendingum (íslenskum stjórnvöldum?) 80 milljarða íslenskra eða norskra króna. Tölurnar eru orðnar svo háar að ég missi stundum vitið. Þegar ég var svo búin að ganga úr skugga um að norsku krónurnar eru 4 milljarðar og þær íslensku þá 80 milljarðarnir sá ég glögglega að lánið mun nokkurn veginn dekka meintar skuldir stjórnenda Kaupþings og Glitnis.
Eru þær ekki 39 + 37, eða svo?
Og aftur rifjaðist upp rosasalan á Símanum 2004, 66,5 milljarðar! Lægra verð en lánin til lykilstarfsmanna bankanna hljóða upp á.
Það er skipulega unnið að því að skemma í mér verðskynið. Mér finnst t.d. orðið í lagi að borga 110 krónur fyrir mjólkurlítrann hjá kaupmanninum á horninu.
Athugasemdir
Kannski ekkert undarlegt þótt afgreiðslumaðurinn hafi tekið við 10.000 kr. seðlinum með Davíð á.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:50
Hehe, góður punktur. Hann er líka útlendingur, greyið, og hefur kannski haldið að hann fylgdist ekki nógu vel með seðlaprentuninni.
Berglind Steinsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.