Eru tífaldar atvinnuleysisbætur hæfileg hæstu laun?

Fullar grunnatvinnuleysisbætur nema kr. 6.277 á dag eða kr. 136.023 að jafnaði á mánuði miðað við 1. feb. 2008.

Svo segir á vef Vinnumálastofnunar. Er það EES sem bannar okkur að ákveða einhver hæstu laun í einkageiranum? Ef fólk getur lifað af þessari upphæð að frádregnum sköttum hvað hefur þá fólk að gera við meira en milljón á mánuði?

Frelsið er vandmeðfarið, það hefur sýnt sig, og þess vegna ákveð ég að ögra Orra svona ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Avinnuleysisbætur verða reyndar hærri en þetta: ekki aðeins smáviðbót vegna hvers barns á framfæri viðkomandi, heldur geta menn nú fengið 70% af síðustu meðallaunum sínum, þó að hámarki 220.000 kr. á mánuði, síðast þegar ég heyrði af þessu (í sumar).

Jón Valur Jensson, 7.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Í tiltölulega stuttan tíma, þrjá mánuði hafi ég tekið rétt eftir. Aðalspurningin er samt hvort ástæða væri til - og heimilt - að hámarksbinda laun, þar er efinn ...

Berglind Steinsdóttir, 7.11.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband