Kona fer til læknis - eftir Hollending

Í Neon-klúbbi Bjarts eru gefnar út nokkuð margar bækur á ári, aðeins of margar til að ég komi því í verk að lesa þær með öllum hinum sem ég vil líka lesa. Þess vegna tók það mig hálft árið að byrja á Kona fer til læknis eftir Ray Kluun. Svo lagði ég hana til hliðar til að lesa nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar.

Bók Hollendingsins er lestursins virði. Hún minnir mig að sumu leyti á Once were warriors vegna þess að þótt Stijn breyti hroðalega rangt getur maður að sumu leyti skilið hann, og líka Carmen sem lætur svívirðilega hegðun hans yfir sig ganga. Undarlegur andskoti hvað maður kóar þar sem og þegar síst skyldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband