Mánudagur, 10. nóvember 2008
Menn grýta grjóti
Menn grýta ekki eggjum, tómötum eða skyrdósum. Sögnin að grýta er skyld nafnorðinu grjót. Við vorum í dag að reyna að finna sambærilega sögn fyrir að kasta eggjum - en eggja nær því ekki ... Tengingin er samt nokkur þar sem hægt er að eggja einhverja til verknaðarins.
Svo vitum við ekkert hvað gerist um næstu helgi. Kannski verður blómað, ha?
Athugasemdir
Sletta. Myndi það ekki vera gott orð yfir það að grýta skyri á hús? Eggjum spælt á hús?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.11.2008 kl. 06:30
Einmitt, hvað gerði ekki Helgi Hó um árið?
Að vísu las ég ekki neins staðar að skyri hefði verið grýtt, hins vegar eggjum og tómötum.
Berglind Steinsdóttir, 11.11.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.