Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Stress út af laugardeginum
Ég er á tauginni, ég er búin að taka að mér að vera enskumælandi leiðsögumaður í fjölþjóðlegum hópi á laugardaginn. Við förum upp á Langjökul (í 10 stiga frosti) - ætli mér verði hent ofan í sprungu og mokað yfir? Hvernig á ég að heilsa? Hvað á ég að segja mikið um Icesave? Vera bara kuldaleg?
Brrrrr.
Ætli launin verði síðan tekin af mér eða þau fryst?
Athugasemdir
Don't worry! Be happy
og góða ferð upp á Langjökul! Vona að þið verðið heppin með veður.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:31
Iss þú getur ekki verið svo stressuð. Þú ert uberkúl týpa sem lætur engin umræðuefni fram hjá þér fara. Spurning um að nefna Langjökul upp á nýtt - kalla hann Icesave og setja hann upp í skuld
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:33
Mér líst vel á að nýskíra. Og hver á aftur Langjökul? Æi já, hann er í eigu þjóðarinnar eins og fiskimiðin.
Berglind Steinsdóttir, 13.11.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.