Lottó- og útburðarauglýsingar

Löngum hafa mér leiðst auglýsingar Lýðs lottóvinningshafa. Smekkurinn er bara svona misjafn. Núna finnast mér þær orðnar mannskemmandi og áðan hjólaði ég næstum á í bræði minni þegar hann gortaði af einkastúdíóinu sínu.

Af allt öðrum toga eru auglýsingarnar frá Póstinum. Hver keppir við Póstinn um útburð bréfa? Til hvers auglýsir hann? Og hvar er sá heimski markhópur sem þær auglýsingar eiga að höfða til? Ekki þekki ég það fólk.

Nú ætla ég að gera eitthvað mannbætandi meðan umræður ganga á Alþingisrásinni, t.d. finna út hvenær best verði að vísítera í Brussel og rifja upp hvernig gengi og stýrivextir eru á ensku. Og kannski finna gengið sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér með auglýsingar frá póstinum þær ná ekki til mín og eru hrikalega leiðinlegar. 

Lýður lottóvinningshafi  er skemmtilega vitlaus.

Þórður Ingi Bjarnason, 14.11.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er svo sammála þér. Ég þoli reyndar alls ekki þessar auglýsingar sem ganga út á að fólk eigi að halda lífsins gæðum fyrir sjálft sig og skítt með aðra. Samanber augl. með afann sem ekki gefur barnabarninu ís, faðirinn sem gúffar í sig morgunkorni sem barnið má ekki fá og konur sem loka elskhugann inni á klósetti fremur en að hleypa þeim að kjötinu. Hálfógeðfellt ekki satt.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég fatta eiginlega ekki út á hvað þessi auglýsing gengur.

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband