Aldrei fór ég á Nasa

Fyrr en í kvöld. Og ég varð smáborgaralega hrærð. Ég hef iðulega farið á borgarafundi áður, t.d. um skipulagsmál, en hitinn í kvöld, málefnaleg þrungni, framfaraviljinn, lýðræðisviljinn ýtti við smáborgaranum í mér og kom honum á hreyfingu.

Ég er ekki í þeirri stöðu að vera að missa allt mitt og get ekki alveg sett mig í þau spor en margir hljóta að vera þar - en ná því samt að sýna yfirvegun, einblína á málefnin og setja mál sitt skýrt fram. Vissulega missa sig einhverjir en ef maður ætlaði að gera það að aðalatriði er það eins og að fá 49 jákvæð svör í kennaramati og muna bara eftir þessu 50. þar sem stóð: Hefur hlustað einum of oft á Always look at the bright side of life.

Í kvöld voru fjórir frummælendur, öll einstök eins og á þeim síðasta, laugardaginn 8. nóvember. Svo sátu fyrir svörum fjölmiðlungarnir Arna Schram, Egill Helgason, Broddi Broddason, Reynir Traustason, Karl Blöndal, Ólafur Stephensen og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Öll held ég að hafi fengið gagnrýni - sem fjölmiðlungar - kannski ekki bara málefnalega en áreiðanlega að mestu leyti. Og nú mun ég fylgjast spennt með umfjöllun um hin ýmsu mál, verðtryggingu, kvótamál, umhverfisvernd, drottningum og ráðamönnum. Ólafur sagði t.d. að í fyrramálið yrði fjallað í Morgunblaðinu á mannamáli um verðtrygginguna og hvaða áhrif hún hefur á lán fólks. Ég ætla að lesa þá grein.

Pallborðið á Nasa

Á sjötta hundrað var sagt í 10-fréttum sjónvarps

Ég kemst í Háskólabíó á mánudaginn og ætla sannarlega að fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér þykir slæmt að hafa misst af þessu en ég vissi ekki af fundinum.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En nú færðu sex daga fyrirvara um næsta fund sem verður með öllum ráðamönnum í Háskólabíói mánudagskvöldið 24. nóvember kl. 20!

Berglind Steinsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband