æ emm eff

Á þessum alvörutímum væri hægt að gera íslenskum hjörtum til hæfis og segja i emm eff, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eða þá AG(S) ef mönnum liggur á í munninum. Hvaða andskotans eltistefna er að segja skammstöfunina upp á ensku? Eiga menn nokkuð erfiðara með I M F en að segja bé bé sé eða sé enn enn?

Sum borgaheiti eru upp á íslensku, s.s. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur og Moskva, sum eru útlensk, Washington, Frankfurt, Bordeaux, sum eru valkvæð, Dublin/Dyflinni, London/Lundúnir, Malmö/Málmey, og sum hafa menn tilhneigingu til að ameríkansera, Munich, Brussels. Hvaða tilgangi á það að þjóna? Fyrir hvern er þetta gert? Það getur ekki verið að mér einni leiðist þetta.

Ætli einhver útlendingur reyni að segja err ú vaff þegar útvarp allra Íslandsmanna er á milli tanna þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arg! Ég var einmitt að pirra mig á æ-emm-eff - blaðrinu í gær. Sagði einmitt við sjálfan mig að viðkomandi ætti þá bara að nota AGS. Þú ert sko ekki ein um að láta þetta fara í taugarnar á þér. Ég læt líka ameríkanseringu borgarnafna fara í taugarnar á mér... urrrrr....!

Ásgerður (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sjálfan þig, Ásgerður? Hefurðu leynt okkur einhverju ...?

Berglind Steinsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:47

3 identicon

æ! úbbs! n-inu ofaukið!

Ásgerður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Híhí.

Berglind Steinsdóttir, 21.11.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband