Hvaða óþarfa getur maður skorið niður?

Ég ætla að játa. Ég hef keypt og borðað hunangsseríos. Nú er pakkinn kominn í 509 krónur, var undir 400 krónum fyrir skemmstu. Á morgnana ætla ég um ókomna tíð að borða rándýra ab-mjólk og rándýra ávexti, annars vegar íslenska framleiðslu og hins vegar alltént hollan árbít, í stað þess að borða rándýrt sykrað loft.

  

Og mér veitti ekki af efnahagsþrengingum til að taka svo djarfa ákvörðun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölskyldan tók einmitt morgunkornið út og borðar nú graut á hverjum morgni. Við hættum líka að kaupa kjúkling (nema á mjög góðu tilboði), ávaxtasafa, exótíska ávexti (kaupum bara epli og banana núna sem varla teljast exótískir lengur!) og höfum skorið niður allan óþarfa (súkkulaði, kex, ...). Ég finn mun á verði matarkörfunnar - þótt hann mætti vera meiri.

Ásgerður (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hafragraut á hverjum morgni? Eða exótískari graut?

Berglind Steinsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:45

3 identicon

Já, getur þú ekki étið hafragraut eins og aðrir?

Hermann (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ert þú í þeim hópi, hmm?

Berglind Steinsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Hermann Bjarnason

Það verður að viðurkennast að sami seríóspakkinn stendur hér í eldhúsinu og fyrir kreppu, og að vísu  hefi ég eldað oftar hafragraut undanfarið en nokkru sinni. Rúnnstykkin í Björnsbakarí hafa líka náð nýjum hæðum í verði.

Hermann Bjarnason, 20.11.2008 kl. 21:22

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Undarlegt að þú hafir ekki kynnst rúnnstykkjaverðinu í hverfisbakaríinu mínu, 50-kall stykkið, alltaf. Ég vil frekar hafragraut í kvöldmat - þú manst það næst þegar þú eldar fullan pott ...

Berglind Steinsdóttir, 20.11.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband