Þriðjudagur, 2. desember 2008
Eigendur flatskjáa eru ekki einsleitur hópur
Sjálfsagt er pillan á eigendur flatra skjáa - sem taka minna pláss á heimili og sem er miklu meira framboð af í búðunum - hugsuð sem hluti fyrir heild, en mikið óskaplega eru mér farnar að leiðast árásir ýmissa á hóflega sparsama landsmenn. Ég ber ekki ábyrgð á ofnotkun fjár í landinu þótt mér hafi verið gefið 100.000 króna sjónvarp sem ekki var tekið lán fyrir og þótt ég kaupi stundum spínat, furuhnetur og kjúklingabringur.
Hvernig er hægt að skrumskæla þetta svona áfram og áfram?
Þetta er eins og að kalla alla moggabloggara eitthvað og alla eyjubloggara eitthvað annað. Óttaleg FLATneskja.
Og nú er ég búin að nöldra fyrir nóvembermánuð. Gott að hann er liðinn.
Athugasemdir
Já, þetta meinta bruðl ALLRA landsmanna er líka farið að fara í pirrurnar á mér. Ég þekki fullt af fólki sem hafði efni á dýra dótinu sínu og er bara hreint ekkert að missa vinnuna eða lenda í vanskilum. Af umræðunni mætti halda nú væri að fara að koma 150% atvinnuleysi og 1000% verðbólga og ástand eins og í Zimbabwe.
Sem er auðvitað ekki rétt, þó ástandið sökki feitt.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:28
Og evran komin OFAN Í 183 krónur, jíei. Ekkert sem minnir á Simbabve. Ekkert.
Berglind Steinsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.