Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Geirfuglarnir í blokkinni
Nýja uppáhaldshljómsveitin mín er Geirfuglarnir. Ég sá Fólkið í blokkinni í gærkvöldi og skil ekki að ég hafi ekki vitað að Freyr Eyjólfsson væri í þeirri hljómsveit. Vinnugleðin skein af honum eins og reyndar flestum í sýningunni og tónlistin var gamaldags skemmtileg.
Kannski vorum við svona móttækileg af því einu að samfélagið er ekki rakinn gleðigjafi þessa dagana, hmmm.
Sagan kollvarpar svo sem ekki skilningi mínum á lífinu, hún skemmti mér bara í umbúnaði sínum. Mér finnst gaman að hlæja.
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Berlgind mín. Leikritið veitir ósvikna skemmtun og léttir lundina. Vona að þú hafir fengið þægilegri stóla að sitja á en ég!
Erla (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:17
Tjah, ég fékk sessulausan stól en herrann fékk vel bólstraðan. Bæði bera sig vel.
Berglind Steinsdóttir, 30.11.2008 kl. 17:08
Hittir þú Eldey í leikhúsinu ?
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:38
... og ég gerði laufabrauð með Kjartani í gær.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:39
Nei, ég fór á sýninguna kl. 22 - ekki var Eldey þá? Var Kjartan til einhvers nýtur í skurðinum?
Berglind Steinsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:49
Nei nei, hún var á 19 sýningunni --- sá ekki betur en að Kjartan væri mjög fagmannlegur.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:29
Geirfuglarnir eru æði! Ég á nokkra diska með þeim. Þú ert velkomin í heimsókn að hlusta á þá, Berglind mín, en svo hvet ég þig að kaupa diska með þeim!! (ég er ekki á prósentum - en ætti kannski að vera það! hmmm....)
Ásgerður (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.