Geirfuglarnir í blokkinni

Nýja uppáhaldshljómsveitin mín er Geirfuglarnir. Ég sá Fólkið í blokkinni í gærkvöldi og skil ekki að ég hafi ekki vitað að Freyr Eyjólfsson væri í þeirri hljómsveit. Vinnugleðin skein af honum eins og reyndar flestum í sýningunni og tónlistin var gamaldags skemmtileg.

Kannski vorum við svona móttækileg af því einu að samfélagið er ekki rakinn gleðigjafi þessa dagana, hmmm.

Sagan kollvarpar svo sem ekki skilningi mínum á lífinu, hún skemmti mér bara í umbúnaði sínum. Mér finnst gaman að hlæja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Berlgind mín.  Leikritið veitir ósvikna skemmtun og léttir lundina.  Vona að þú hafir fengið þægilegri stóla að sitja á en ég!

Erla (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Tjah, ég fékk sessulausan stól en herrann fékk vel bólstraðan. Bæði bera sig vel.

Berglind Steinsdóttir, 30.11.2008 kl. 17:08

3 identicon

Hittir þú Eldey í leikhúsinu ?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:38

4 identicon

... og ég gerði laufabrauð með Kjartani í gær.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:39

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, ég fór á sýninguna kl. 22 - ekki var Eldey þá? Var Kjartan til einhvers nýtur í skurðinum?

Berglind Steinsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:49

6 identicon

Nei nei, hún var á 19 sýningunni --- sá ekki betur en að Kjartan væri mjög fagmannlegur.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:29

7 identicon

Geirfuglarnir eru æði! Ég á nokkra diska með þeim. Þú ert velkomin í heimsókn að hlusta á þá, Berglind mín, en svo hvet ég þig að kaupa diska með þeim!! (ég er ekki á prósentum - en ætti kannski að vera það! hmmm....)

Ásgerður (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband