Má einkavæða kirkjuna?

Getur kirkjan verið sjálfbær?

Matthías Ásgeirsson í Vantrú og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum ræddu um trú, trúarbrögð og fleira af því taginu í framhaldi af bíómyndinni Religulous sem verður brátt tekin til sýninga. Myndin sú fjallar víst um trúarbrögð, áhrifamátt þeirra og e.t.v. skrumskælingu. Hún er ekki komin í bíó þannig að ég veit ekki alveg.

Matthías sagði að hún væri nógu fyndin til að sjá hana þótt hún væri ekkert spes en Gunnari fannst hún aðallega vitlaus. Eitthvað á þá leið skildi ég þá.

Sjálf er ég ekki sérlega trúuð á trúarbrögð, trúi á ýmislegt gott, siðlegt, göfugt - en ekki í nafni kristni, íslams eða annars. Kirkjan gerir ekkert fyrir mig og mér finnst tímabært að hún standi sjálf undir sér.

Er það ekki eðlileg tilætlunarsemi í ljósi þess að minnihluti aðspurðra í þjóðkirkjunni segist kristinn? Ég hef að vísu ekki séð könnunina sem Matthías vísaði í og er ekki nógu áhugasöm til að leita. Ég þekki gott fólk sem syngur í kirkjukórum en ég kannast ekki við að það sé að öðru leyti kirkjurækið. Kannski fólk iðki trú á laun, en ég man ekki eftir neinum í nær- eða fjarumhverfi mínu sem sækir kirkju.

Hver tapar á því ef kirkjan sjálf verður einkavædd og sett á markað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sæl.

Í greininni Meirihlutagoðsögnin er m.a. vísað á þessa könnun.

Matthías Ásgeirsson, 7.12.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var alveg sannfærð fyrir. Takk, Matthías.

Berglind Steinsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband