Ég fékk póst frá útlenskum launagreiðanda

Dear Berglind,

Our bank has indicated that there has been no change in the banking
relations between our countries.

Our bank has indicated that you must create an account in another country if
you want to receive your payment!

Og kjáninn ég hélt að þegar gjaldeyrishöftin voru sett á og fólk eindregið hvatt til að koma heim með gjaldeyrinn hefði líka verið sett undir þennan leka. O svei, nú fer ég að láta af einfeldninni.

Praktísk spekúlasjón, ef ég stofna reikning í Danmörku og þýðingalaunin verða lögð þar, ég geymi evrurnar þangað til ég þarf að nota þær í útlöndum - hvernig ætla þá íslensk stjórnvöld að sjá til þess að ég borgi af þeim skatt? Fjandakornið, ekki ætlast þau til að ég hafi fyrir því LÍKA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið. Ég er búin að fá útborgað frá Bandaríkjunum. Eins og ekkert c, marrrga dollara og fyrir einhverjum vikum síðan.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Má ég bara láta leggja inn hjá þér þá? Ég treysti þér betur en nokkrum banka hvort eð er - nema kannski Auði Capital ... Kannski eru Frakkar bara svona paranojaðir, hmmm.

Reyndar fékk ég svona póst úr SPRON í gær:

Hæ. Biðja bankann að senda beint til okkar í Icebank (swift: LSICISRE).
Við eigum EUR reikning í Bayerische Landesbank, Frankfurt (swift: BYLADEMM).
Hef bara ekki haft tíma til að bregðast við, finnst upplýsingarnar ónógar. *geisp*

Berglind Steinsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:07

3 identicon

Já, Frakkar, Hollendingar, Bretar... allir stútfullir af paranoju núna og með bölvaðan snúð allir sem einn. Hef þó fengið greiðslur frá Ítalíu, Belgíu og Norðurlöndunum; Bandaríkjunum líka. En mínar greiðslur fara náttúrulega að mestu í gegnum Þýskaland og þaðan í Seðlabankann, banka allra landsmanna.

JRK (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:07

4 identicon

berglind mín.

ég á bankareikning í svissneskum banka sem um gildir fullkomin bankaleynd.  þú mátt leggja inn á hann ef mikið liggur við og ég get borgað þér í alvöru íslenskum krónum á gengi seðlabankans.....

kveðja,

sólveig

Sólveig Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband