Það er ekki nóg að hlutirnir séu réttir, þeir verða LÍKA að bera það með sér

óskast - GAGNSÆI - HEILINDI - RÉTTLÆTI - SANNGIRNI - LÖGHLÝÐNI - RÉTTMÆTI - óskast

óskast óskast óskast - UPPLÝSINGAR - óskast óskast óskast

Ég efast ekki eitt augnablik um að hinn nýi bankastjóri Glitnis sé óhæf um að gegna fjármálastarfi í ljósi þess að hún annað hvort lét undir höfuð leggjast að fylgja kaupum sínum á hlutabréfum eftir eða hún dró þau viljandi til baka og þykist hafa verið ótrúlega heppin.

Hvernig geta menn treyst manneskju fyrir peningunum sínum sem - að því er virðist - sinnir ekki tugmilljónum sjálfrar sín? Eða tugmilljónaskuldum? Tjah, a.m.k. ekki þeir sem fordæma fé án hirðis ... og jafnvel gengur fram af fleirum.

Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir gjörning nýja bankastjórans. Ha? Ég þarf að skrifa þetta aftur. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ LAGÐI BLESSUN SÍNA YFIR ÞAÐ AÐ HLUTAFJÁRKAUPANDI UPP Á TÆPAR 200 MILLJÓNIR TÓK EKKI EFTIR EÐA LÉT SÉR Í LÉTTU RÚMI LIGGJA HVORT GREIÐSLAN FÆRI ÚT AF REIKNINGNUM.

Ég skal ekki þykjast vera þjóðin en stillt fólk í nærumhverfi mínu er alveg að tapa sér yfir þessu.

Og þetta er bara brot af því sem manni ofbýður um þessar mundir. Eitt af því merkilega sem gerist núna er að maður efast um allt. Ekkert verður sjálfgefið lengur. Tortryggnin verður manns besti vinur.

Ef ég væri viðskiptavinur í Glitni myndi ég drífa mig þangað í síðasta skipti. Því miður get ég ekki sýnt andúð mína þannig, ég hefði líka verið löngu farin með viðskiptin frá Bjarna Ármannssyni á sínum tíma ef ég hefði átt nokkurn aur í fórum hans.

Fyrir fáum árum var hávær umræða um að viðskiptavinir í a.m.k. Glitni og Kaupþingi borguðu há þjónustugjöld og að vaxtamunur milli innlána og útlána væri svimandi - en þá sagði Sigurður Einarsson ef mér skjöplast ekki að mestar tekjurnar féllu til í útlöndum. Það var líklega frekar svar við gagnrýni á há stjórnendalaun. Mikið hefði verið indælt ef fjölmiðlar hefðu verið eins öflugir og þeir eru í netheimum núna. Útbreiðsluhraði skoðana vegur þungt og ef skíturinn sem kemur undan steinunum sem menn velta núna um allt verður skoðaður er það áreiðanlega út af virku aðhaldi fólks úti í bæ - kjósendum.

Enn er ég í viðskiptum við SPRON en er alls ekki rótt. Það er búið að ala upp í mér efasemdir um heilindi nokkurs banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Helga (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband